EQUALITY POLICY

EQUALITY AND EQUAL PAY POLICY OF SAGAFILM 2018-2021

(In Icelandic below)

The goal of the Equality and Equal Pay Policy of Sagafilm:

The Equality and Equal Pay Policy of Sagafilm is intended to ensure women and men who work at the company equal opportunities as is e.g. laid out in the Icelandic Act no. 10/2008, other Acts and the Constitution of Iceland, of equal position and equal rights of women and men. The goal is to ensure all employees having equal opportunities and prevent any form of discrimination based on gender, nationality, religious views, life perspectives, disability, limited ability, sexual preference or gender identity.

Goals

The following goals will be our guidelines:

Equality:

At Sagafilm, every person shall have equal opportunity independent of gender, nationality, religion, life perspective, disability, limited ability, sexual preference, gender identity or other non-relevant factors.

Equal pay:

Women and men shall be paid equal pay for the same or equally valuable work.

Hiring, training and re-education:

The selection of employees shall be based on a professional and neutral valuation and all jobs that are open for application shall be made available to all genders. It is stressed that all employees have equal access to training and re-education.

Coordination of family and work life:

It is emphasised that employees shall be given the opportunity to organise and co-ordinate work, working hours and family responsibility, whenever possible.

Gender based violence, harassment, sexual harassment or bullying

shall never be tolerated at Sagafilm.

Equality plan

Sagafilm has put forward an equality plan, presenting paths to reach the goals put forward in this policy.

Implementation and follow-up

The CEO of Sagafilm is responsible for documentation, implementation and enforcement of this policy in cooperation with the Human Resources Director. The Board of Directors shall annually revise the policy, its enforcement, suggest improvements and ensure follow-up. The CEO and the Human Resources Director are responsible in executing this annual revision and ensures that there are proper reactions to suggestions and discrepancies, if required. The CEO and the Human Resources Director are furthermore responsible for the overview that the company operates in line with legislation and public rules on equality in Iceland.

All managers at Sagafilm are obligated to follow the equality and equal pay policy of Sagafilm and are jointly responsible for continuous improvement in all aspects of the policy.

The policy is yearly presented to all employees and made available on Sagafilm’s official and public website.

This policy applies to all employees of Sagafilm.

Sagafilm’s Equality and Equal Pay Policy shall be revised every three years. The Policy is valid from February 1st 2018 and until February 1st 2021. The following action plan is valid for the same period and is a part of the Policy.

Approved at a meeting of The Board of Directors of Sagafilm on September 26, 2017

JAFNRÉTTIS- OG JAFNLAUNASTEFNA SAGAFILM

Markmið jafnréttis- og jafnlaunastefnu Sagafilm:

Jafnréttis- og jafnlaunastefnu Sagafilm er ætlað að tryggja konum og körlum sem starfa hjá fyrirtækinu jöfn tækifæri eins og kveðið er m.a. á um í lögum nr. 10/2008, öðrum lögum og stjórnarskrá um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Markmið stefnunnar er að stuðla að því að allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri og koma í veg fyrir hvers konar mismunum sem byggir á kyni, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund.

Markmið

Eftirfarandi markmið skulu höfð að leiðarljósi:

Jafnrétti. 

Hjá Sagafilm eiga allir að hafa jafna möguleika óháð kyni, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum þáttum.

Launajafnrétti. 

Konum og körlum skulu greidd sömu laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Ráðningar, starfsþjálfun og endurmenntun. 

Val á starfsfólk skal byggjast á faglegum og hlutlausum vinnubrögum og skulu öll störf sem laus eru til umsóknar opin öllum kynjum. Leggja skal áherslu á að allt starfsfólk hafi jafnan aðgang að starfsþjálfun og endurmenntun.

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. 

Leggja skal áherslu á að gera starfsfólki kleift að samræma skipulag vinnu, vinnutíma og ábyrgð gagnvart fjölskyldu þar sem því er við komið.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða einelti

skulu aldrei liðin hjá Sagafilm.

Aðgerðaráætlun

Sagafilm hefur sett sér aðgerðaráætlun þar sem settar eru fram leiðir til að ná markmiðum þessum.

Framkvæmd og eftirfylgni

Forstjóri Sagafilm ber ábyrgð á skjalfestingu, innleiðingu og framkvæmd stefnunnar í samvinnu við mannauðsstjóra. Stjórn skal árlega rýna stefnuna, framkvæmd hennar, úrbætur og eftirfylgni. Forstjóri og mannauðsstjóri bera ábyrgð á árlegri rýni og að brugðist sé við ábendingum og frávikum sé þess þörf. Forstjóri og mannauðsstjóri bera einnig ábyrgð á að fylgja lögum og reglum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þar með talið launjafnrétti.

Allir stjórnendur Sagafilm skuldbinda sig til að framfylgja jafnréttis- og jafnlaunastefnu Sagafilm og eru með ábyrgir í að viðhalda stöðugum umbótum á öllum þáttum stefnunnar.

Stefnan er árlega kynnt öllum starfsmönnum og er aðgengileg á heimasíðu Sagafilm.

Stefnan nær til allra starfsmanna Sagafilm.

Jafnréttis- og jafnlaunastefnu Sagafilm skal endurskoða á þriggja ára fresti. Stefnan gildir frá 1. febrúar 2018 og til 1. febrúar 2021. Meðfylgjandi aðgerðaráætlun sem gildir fyrir sama tíma fylgir jafnréttis- og jafnlaunastefnunni.

Þannig samþykkt á stjórnarfundi Sagafilm 26. September 2017

Aðgerðaráætlun: Areitni og eineltisáætlun_Sagafilm (PDF Skjal)